Ný stjórn SAFL

Ný stjórn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði var kjörin á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í dag, 15. maí, í húsi atvinnulífsins. Í stjórn SAFL eru Sigurjón Rúnar Rafnsson, formaður, Pálmi Vilhjálmsson, varaformaður og aðrir stjórnarmenn eru Ágúst Torfi Hauksson, Eggert Árni Gíslason, Gunnlaugur Karlsson, Steinþór Skúlason og Úlfur Blandon.

Ein breyting varð á stjórn samtakanna, Úlfur Blandon, framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar, var kosinn í stjórn í stað Eyjólfs Sigurðssonar sem gaf ekki áframhaldandi kost á sér.

Myndatexti: Talið frá vinstri: Úlfur Blandon, Eggert Árni Gíslason, Steinþór Skúlason, Sigurjón Rafnsson, Pálmi Vilhjálmsson og Gunnlaugur Karlsson. Á myndina vantar Ágúst Torfa Hauksson.