Samtök fyrirtækja

í landbúnaði

Ný samtök þar sem fyrirtæki í landbúnaði koma saman til að standa að hagsmunagæslu atvinnugreinarinnar.

Sigurjón Rúnar Rafnsson, stjórnarformaður SAFL

„Landbúnaðurinn er þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein, ekki síst út frá sjónarmiðum fæðuöryggis en einnig byggðastefnu, loftlagsmála og fleiri þátta. Hann hefur fylgt þjóðinni frá landnámi og koma þarf umræðunni um landbúnað á þann stað í samfélaginu sem hann á skilið.

Í dag hallar verulega á íslenska bændur og fyrirtæki í landbúnaði í samanburði við þá umgjörð sem landbúnaður í Evrópu býr við. Bregðast þarf við þeirri þróun svo unnt sé að auka verðmæti og sjálfbærni í greininni.“