'}}
Fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða

Þingmenn Framsóknar og Flokks fólksins hafa lagt til að matvælaráðherra verði falið að útfæra fyrirkomulag vegna neyðarbirgða landbúnaðarafurða, sem hægt er að framleiða hér á landi, við endurskoðun búvörusamninga árið 2023, þar sem markmiðið yrði að tryggja lágmarksbirgðir af landbúnaðarafurðum í landinu hverju sinni.

Í greinargerð þingsályktunartillögunnar segir m.a.: "Það fyrirkomulag sem lagt er til í tillögu þessari snýr að kerfi sem tryggir að hægt sé að framleiða landbúnaðarafurðir hérlendis og í umframmagni miðað við hefðbundna neyslu, en ríkisvaldið hafi á sama tíma heimildir til að greiða framleiðendum geymslugjald til að geyma umframframleiðsluna án þess að hún hafi áhrif á verðmyndun á markaði. Fyrirkomulagið þarf að taka mið af mismunandi framleiðsluvörum sem eru með ólíkan geymslutíma og framleiðslumagn. Á sama tíma og afurðastöðvar/framleiðendur fengju greitt geymslugjald fyrir ákveðið magn afurða mættu þeir ekki afsetja þær vörur á markaði á sama tíma."

Í umsögn SAFL er tekið undir meginefni tillögunarinnar og telja samtökin jákvætt að hugað verði að fyrirkomulagi varðandi neyðarbirgðir. SAFL bendir þó á að skoða þarf í því samhengi möguleg áhrifslíkra aðgerða á afurðaverð innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Í því sambandi skiptir mestu að ráðstafanir ríkisvaldsins miði að því að tryggja aðföng sem gera framleiðslu landbúnaðarvara hér á landi mögulega frekar en að auka innflutning t.d. erlendra landbúnaðarvara.

Hægt er að lesa umsögn SAFL með því að smella hér.