'}}
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mætast á hlaðinu

Í fyrsta þætti Á hlaðinu ræðir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, við Jón Gunnarsson, þingmann, aðstoðarmann matvælaráðherra og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Jóhönnu Ösp Einarsdóttur, bónda og oddvita í Reykhólahreppi frá Samfylkingu. Voru þau sammála um að byggja þurfi kerfið á öllum stoðum sjálfbærni; umhverfislegri, efnahagslegri og ekki síst félagslegri.

Samfylking vill ekki lækka eða breyta tollum

Aðspurð hvort Samfylking sjái fyrir sér breytingar á tollaumhverfinu á næstu árum svarar Jóhanna "Nei, ég geri það ekki. Ég veit samt að það er krafa frá bændum að herða tollana aftur. En við erum ekki að fara að aflétta neinum tollum á þessu kjörtímabili og ekki á meðan að bændastéttin stendur eins og hún stendur." Þá kom einnig fram að það væri mikill skilningur hjá ungum jafnaðarmönnum á því að halda í tollvernd.

Sjálfstæðisflokkur vill frekar framleiðslutengdan stuðning en búsetutengdan

"Ég hallast að því vegna þess að það er auðvitað útaf fyrir sig gott út frá félagslegur forsendunum og öllu slíku að leggja áherslu á búsetuna en um leið og fólk hefur sæmilega lífsafkomu af því sem það er að gera þá hvetur það fleiri til að fara í þetta og það verða fjölbreyttari greinar." Segir Jón aðspurður um áherslur í komandi búvörusamningum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið með því að smella hér.