Í þætti dagsins er rætt við Pálínu Axelsdóttur Njarðvík, félagssálfræðing, fyrrverandi aðstoðarmann matvælaráðherra og kindaáhrifavald.
Vinstri græn vilja auka fjármagn í búvörusamninga og skoða kolefnisskatta
Aðspurð um hvaða áherslur VG myndu vilja sjá í nýjum búvörusamningum segir Pálína: "Meiri áherslu á nýliðunarstuðning og fjárfestingarstuðning og meiri pening inní þetta, ekki bara hrófla peningum fram og til baka innan kerfisins sem nú er heldur setja meiri pening inn í það. Ég held að það þurfi."
Þegar talið berst að umhverfismálum og innflutningi segir Pálína: "VG er í prinsippinu hrifið af grænum tollum en það er flókið í framkvæmd og framtíðarhjal en hefur verið talað um í Frakklandi og Þýskalandi."
Ertu þá að tala um að hækka tolla á vörur sem eru með X hátt kolefnisfótspor?
"Já, ég held að það væri sniðugt og líka að huga að kolefnisfótsporinu okkar innanlands og ég vona að það sé betra fyrir neytendur, í þeim útreikningi myndi maður ætla að íslenska afurðin kæmi betur út." segir Pálína
Ertu þá að tala um kolefnisskatta, þ.e.a.s. gjöld á vörur sem bera hærra kolefnisspor?
"Þetta væri smá eins og sykurskattur, í raun til að stýra neyslunni þangað sem hún er betri fyrir móður jörð." segir Pálína.