Frumvarp um heimild til hagræðingar kjötafurðastöðva á dagskrá Alþingis í dag

Frumvarp um breytingu á búvörulögum sem veitir kjötafurðastöðvum heimild til hagræðingar verður tekið til þriðju umræðu á Alþingi í dag. Frumvarpið er lagt fram af matvælaráðherra. Nefndarálit meirihluta atvinnuveganefndar gengur þó lengra en upphaflega frumvarpið og er lagt til að lögfest verði að kjötafurðastöðvar í landbúnaði fái heimild til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa samstarf til að halda niðri kostnaði.

„Þær breytingar sem lagðar eru til eru jákvæðar og tryggja að afurðastöðvar sem eru í sauðfjár- og stórgripaslátrun geti sannanlega nýtt sér heimildina. Allt frá upphafi hefur verið óskað eftir því að kjötafurðastöðvar fái sambærilegar heimildir og gilda um mjólkuriðnaðinn hérlendis sem og afurðastöðvar í löndunum í kringum okkur búa við. Við fögnum því þeim breytingum sem hafa orðið á frumvarpinu í meðförum  þingsins.“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.

Hér má lesa nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar með breytingartillögu