Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Nýlega birti matvælaráðuneytið drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu í samráðsgátt stjórnvalda. Áður höfðu drög að slíkri reglugerð birst haustið 2021 og var nýjum drögum ætlað að bregðast við fyrri athugasemdum.

Fjölmargar umsagnir bárust um málið eða 82 talsins. Samtök fyrirtækja í landbúnaði taka undir margar þær umsagnir sem bárust en vöktu jafnframt athygli á að verulegur vafi leikur á að drögin hafi fullnægjandi lagastoð og að ákvæði draganna kunni þannig að ganga gegn sjónarmiðum um framsal lagasetningarvalds. Þá þurfi einnig að tryggja að fjármögnun sé til staðar varðandi þær íþyngjandi aðgerðir sem í reglugerðardrögunum birtist enda geti þær haft verulegan kostnað í för með sér fyrir landeigendur.

Umsögn SAFL má lesa með því að smella hér