Óþarfa hindrunum rutt úr vegi

Matvælaráðuneytið hefur lagt til breytingar á reglugerð um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkuðum á matvælum og afhendingu frumframleiðenda á litlu magni matvæla beint til neytenda.

Felur breytingin í sér að matvælaframleiðendur með forpökkuð matvæli og gilt starfsleyfi munu ekki þurfa að sækja aukalega um tímabundið starfsleyfi til að geta tekið þátt í matarmörkuðum þar sem ábyrgðaraðilar markaðar eru með leyfi heilbrigðiseftirlits svæðisins fyrir markaðinum og framleiðendurnir afhenda ábyrgðaraðilum afrit af starfsleyfi sínu áður en markaður hefst.

Samtök fyrirtækja í landbúnaði styðja að breytingin fari í gegn, enda er með henni verið að ryðja úr vegi óþarfa hindrunum, kröfum og kostnaði og styrkja stöðu matvælaframleiðenda.

Umsögn SAFL um málið má lesa með því að smella hér.