Landbúnaður á krossgötum

Málþingið Landbúnaður á krossgötum var haldið í Hofi á Akureyri 13. október sl. Málþingið var haldið af Samtökum fyrirtækja í landbúnaði, Bændasamtökum Íslands og Búnaðarsambandi Eyjafjarðar í tilefni af Degi landbúnaðarins. Erindi málþingsins voru fjölbreytt þar sem sjónarhorn fyrirtækja, neytenda og bænda voru í fyrirrúmi. Vel var mætt á fundinn og var einnig sýnt frá honum í streymi. Hægt er að nálgast upptöku af fundinum hér:

Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna flutti erindið Gróska eða stöðnun og fór þar yfir þarfir og væntingar neytenda til íslensks landbúnaðar. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði fjallaði um hagræðingarmöguleika í landbúnaði með áherslu á sláturleyfishafa og kjötvinnslur. Að þeim erindum loknum var boðið uppá panelumræður þar sem staða landbúnaðarins var rædd í víðu samhengi. Þátttakendur í panelnum voru Reimar Marteinsson frá Kaupfélagi Skagfirðinga, Hlédís Sveinsdóttir, meðhöfundur skýrslunnar Ræktum Ísland!, og Brynhildur Pétursdóttir.

Hagsmunagæsla í landbúnaði, staða og horfur var yfirskrift samtals Margrétar Gísladóttur framkvæmdastjóra SAFL og Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra BÍ, þar sem farið var yfir þróun félagskerfis bænda og hagsmunagæslu landbúnaðarins undanfarin ár og mikilvægi hennar í komandi framtíð.

Höskuldur Sæmundsson sérfræðingar á markaðssviði BÍ flutti erindi sem nefist Flöggum því sem til er og að lokum flytur Sölvi Arnarsson bóndi og veitingamaður í Efsta Dal ll erindi um nýja hugsun í landbúnaði.