Rýmka heimildir til samstarfs

Áform um breyt­ingu á bú­vöru­lög­um, sem ætlað er að styrkja stöðu og sam­taka­mátt frum­fram­leiðenda bú­vöru og ýta und­ir sam­vinnu og hagræðingu í vinnslu og markaðssetn­ingu, hafa verið birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Umsagnarfrestur er til 11. september næstkomandi.

Mark­mið fyr­ir­hugaðrar laga­setn­ing­ar er að heim­ild­ir bænda til sam­starfs og sam­vinnu í afurðasölu­mál­um verði form­fest­ar og ekki þrengri en tíðkast í sam­an­b­urðarlönd­um. Í sam­ráðsgátt­inni seg­ir að frum­varpið sem fyr­ir­hugað er að leggja fram muni heim­ila fyr­ir­tækj­um í meiri­hluta­eigu fram­leiðenda að eiga með sér sam­starf um af­markaða þætti líkt og tíðkast í ná­granna­lönd­um. Þá seg­ir einnig að einkum verði horft til reglna ESB og Nor­egs á þessu sviði. Með þeim hætti verði stefnt að því að styrkja stöðu fram­leiðenda búvara og skapa tæki­færi til auk­inn­ar sam­vinnu og verðmæta­sköp­un­ar. Þá verði tryggt að inn­lend­ir fram­leiðend­ur hafi ekki lak­ara svig­rúm til hagræðing­ar og starf­semi en tíðkast í ná­granna­lönd­un­um.